Tenglar

10. september 2010 |

Nýi sveitarstjórinn í Reykhólahreppi

Gylfi Þór Þórisson.
Gylfi Þór Þórisson.
Gylfi Þór Þórisson, sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Reykhólahrepps, er 43 ára að aldri. Hann er uppalinn í sveit á Snæfellsnesi en hefur starfað og búið erlendis til lengri og skemmri tíma auk þess að hafa búið úti á landi sem og í Reykjavík. Hann hefur um árabil stundað eigin rekstur ásamt eiginkonu sinni. Gylfi Þór lauk árið 1994 BA-prófi í markaðsfræðum og almannatengslum frá ríkisháskólanum í Arizona í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hann lokið meistaranámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands að öðru leyti en því að hann á eftir að skila lokaritgerð á næsta ári.

 

Gylfi Þór er kvæntur Katrínu Lillý Magnúsdóttur, uppeldis- og menntunarfræðingi. Saman eiga þau börnin Inga Hrafn, 7 ára, og Hrefnu Maríu, 2 ára. Fyrir á hann tvær dætur, Sigríði, 14 ára, og Telmu Rut, 18 ára.

 

Athugasemdir

Eyvindur, laugardagur 11 september kl: 07:57

Til hamingju Gylfi og fjölskylda og velkomin til okkar í sveitasæluna. Eyvi og Ólafía Hólakaup.

steinar Pálmason, laugardagur 11 september kl: 10:37

Í hvaða eiginn reksti var Gylfi í um árabil ? Hvaða reynslu hefur hann í sveitastjórnarstörfum?

Guðjón D. Gunnarsson, laugardagur 11 september kl: 17:31

Verið þið velkomin, Gylfi og fjölskylda. Það er nóg fyrir þig Steinar að vita, að Gylfi er frændi minn.

Pálína Pálsdóttir, laugardagur 11 september kl: 23:10

Til hamingju með stöðuna Gylfi, vertu velkominn í sveitina mína, gamli skólafélagi.

Ónefndur, mnudagur 13 september kl: 19:23

Svartil Steinars.

Þau ráku partýbúðina á Grensásvegi.

Veit ekki til þess að hann Gylfi hafi nokkra reynslu í sveitarmálum, hvað þá í sveitastjórnarmálum!!!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30