Tenglar

4. júlí 2008 |

Nýi sýslumaðurinn ...

Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði.
Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði.
1 af 2

Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði og þar með í Reykhólahreppi, er liðlega hálffimmtugur að aldri, f. 2. apríl 1962. Síðustu þrjú árin eða frá 1. maí 2005 hefur hann verið skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík. Áður hafði hann starfað við embætti sýslumannsins í Reykjavík allt frá 1. júlí 1992, fyrst sem fulltrúi og síðan deildarstjóri.

 

Að loknu lagaprófi var Úlfar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu frá maí 1988 til maí 1989. Veturinn 1989-90 stundaði hann framhaldsnám við háskólann í Exeter í Englandi. Hann var fulltrúi hjá sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá júlí 1990 til 31. ágúst 1991 og jafnframt fulltrúi setts sýslumanns í Dalasýslu um tíma.

 

Áður en Úlfar réðst til embættis sýslumannsins í Reykjavík var hann fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík frá 1. september 1991 til 30. júní 1992. Hann var settur sýslumaður á Höfn í Hornafirði alls sex sinnum á tímabilinu 1994 til 2004 í sumarleyfum skipaðs sýslumanns. Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi fékk hann árið 1995.

 

Á háskólaárum starfaði Úlfar hjá lögreglunni í Reykjavík, lengstum í vegalögreglu. Um tíma gegndi hann starfi garðprófasts á Nýja-Garði er hann stundaði nám við Háskóla Íslands.

 

Eiginkona Úlfars Lúðvíkssonar er Halldóra Rósa Björnsdóttir, f. 1966, fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu. Börn þeirra eru Ragnheiður, f. 1990, Kristín Erna, f. 1996, og Hinrik, f. 2006.

 

Eins og fram hefur komið tekur Úlfar við embættinu á Patreksfirði 15. júlí. Þórólfur Halldórsson, sem verið hefur sýslumaður á Patreksfirði um langt árabil, hefur verið skipaður sýslumaður í Keflavík frá sama tíma.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30