10. janúar 2010 |
Nýir og hækkaðir skattar á orku
Nýir skattar voru lagðir á sölu á raforku og heitu vatni um áramótin, auk þess sem virðisaukaskattur hækkaði. Nýr orkuskattur sem nemur 12 aurum á hverja kílóvattstund leggst á raforku. Nýr skattur er einnig lagður á sölu á heitu vatni og nemur hann 2% af reikningsupphæðinni. Niðurgreiðslur vegna hitunar íbúðarhúsnæðis eru enn óbreyttar en stjórnvöld eru að skoða mögulega hækkun á þeim.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.