Tenglar

30. nóvember 2015 |

Nýir tenglar varðandi veður og færð

Spáð er mjög slæmu veðri í nótt og fyrri hluta dags á morgun. Hér hægra megin á síðunni eru komnir þrír nýir tenglar á upplýsingar um veður og færð.

 

Undir þeim efsta birtist kort Vegagerðarinnar um færð á vegum og veður á ýmsum stöðum við þjóðvegi (þetta síðarnefnda uppfærist mjög ört). Þar sést líka hver umferðin hefur verið það sem af er sólarhringnum og síðustu tíu mínúturnar. Svörtu örvarnar við jaðrana eru til að færa sig í næsta landshluta.

 

Undir næsta tengli er kort Veðurstofunnar um veður við Breiðafjörð (uppfærist á klukkutíma fresti um það bil 10-15 mínútum eftir rauntíma). Fyrir neðan kortið eru upplýsingar frá sjálfvirku veðurstöðinni neðan við Reykhóla (fyrir kemur stöku sinnum að þær upplýsingar berast ekki). Efst til vinstri er smellt á veðurspána, hvort heldur er á landsvísu eða í einstökum landshlutum.

 

Þriðji nýi tengillinn er á myndavélar Vegagerðarinnar sem eru víða við þjóðvegi, svo sem á Svínadal, á tveimur stöðum á Þröskuldaleið, á Hjallahálsi, Ódrjúgshálsi og Klettshálsi. Það eru kyrrmyndir sem uppfærast mjög ört.

 

Loks má nefna tengil á vef þar sem sjá má hvernig vindar blása á stóru svæði með Ísland í miðjunni. Hægt er að þysja inn þannig að Ísland komi nær, og líka má þysja út og sjá þannig mikinn hluta jarðarkringlunnar í einu. Auk þess er hægt að draga myndina til eftir vild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29