Tenglar

24. júlí 2010 |

Nýja hreppsnefndin í Reykhólahreppi

Andrea Björnsdóttir.
Andrea Björnsdóttir.
Kosið var til sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag en kosningarnar 29. maí voru á sínum tíma úrskurðaðar ógildar. Aðalmenn í nýrri hreppsnefnd til fjögurra ára samkvæmt kosningunum í dag eru í þessari röð: Andrea Björnsdóttir (106 atkvæði), Eiríkur Kristjánsson (103 atkvæði), Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (95 atkvæði), Sveinn Ragnarsson (82 atkvæði), Gústaf Jökull Ólafsson (72 atkvæði).


Varamenn eru: Eggert Ólafsson (53 atkv.), Björn Samúelsson (49 atkv.), Vilberg Þráinsson (47 atkv.), Áslaug Guttormsdóttir (21 atkv.), Guðrún Guðmundsdóttir (15 atkv.).
  

Alls 46 manns fengu atkvæði í sæti aðalmanna. Á kjörskrá voru 208. Á kjörstað í dag kusu 110 en atkvæði utan kjörfundar voru 24. Auðir seðlar voru þrír og engin ágreiningsatkvæði. Kjörsókn var 64,4% sem er lítið eitt meira en í kosningunum í maí og í kosningunum fyrir fjórum árum, en þá var kjörsóknin í báðum tilvikum 62%. Af þeim sem atkvæði greiddu voru 64 karlar og 70 konur.

 
Svo merkilega vildi til, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, að bæði við kosningarnar í vor og núna hét fyrsti kjósandinn að morgni kjördags sama nafninu án þess þó að um sama manninn væri að ræða.
  

Úrslitin í kosningunum sem úrskurðaðar voru ógildar

 

Athugasemdir

Hólmfríður Bjarnadóttir, laugardagur 24 jl kl: 23:30

Sæl Andrea

Til hamingju með þennan frábæra árangur í kosningunum. Þú ert hamhleypa til allra verka, gangi þér allt í haginn eins og fyrri daginn Kveðja Hólmfríður Bjarnadóttir

Guðmundur Haukur, sunnudagur 25 jl kl: 00:14

Til hamingju Andrea, þú átt þetta svo sannarlega skilið, ég leyfi mér að hafa skoðun af því að við höfum búið í sama sveitarfélagi.
Kveðja Guðmundur Haukur

Lena Hákonardóttir, sunnudagur 25 jl kl: 10:43

Óska Andreu og öðrum er kostningu náðu, til lukku og velgengni í starfi fyrir fólkið í hreppnum.

Ingvar Samuelsson, sunnudagur 25 jl kl: 11:42

Til hamingju Andrea með toppsætið, ég leifi mer að hafa skoðun eins og fleiri, já og til hamingju þið hin líka sem fengu kosningu í hreppsnefnd. Kveðja IngvarSamuelsson

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 25 jl kl: 16:19

Innilega til hamingju ágæta fólk sem var valið til forystu í okkar samfélagi Reykhólahrepp
Fátt er meira gaman en að sjá framtíð og hugsanlega framkvæmdir til okkur öllum til handa...skóla og heilbryggðismál eru alltaf þetta fasta sess....síðan kemur að þessari vöntun sem mér fynnst þurfa að snúa til vegsauka....fá bændasamfélagið til að vera með sýnilegan " ferskmats-markað"hér eru allir að getra góða hluti hvað þetta varðar...hvernig væri nú að færa þennan Reykhóladag.....afhverju segjum við Reykhóladag???....Staður á Reykjanesi er miklu merkilegri sögustaður en Reykhólar!...kirkjujörð frá örófi alda....Reykhólar eru bananalýðveldiveldi í þeym skylningi....jú seinnitíma kirkjujörð....en ekki með sögu sem slíkur....afhverju ekki að vera með þennan Reykhóladag vikuna fyrir versló eða vikuna eftir...væri þá fólk á ferli...en ekki komið í vinnu og börn í skóla....ég vona að þetta verði tekið allt fyrir í umræðu samfélagsins...okkur ríður á að vera meðtækileg fyrir nýungum í ferðamensku....halda teiti sem skylar árangri....Bestu kveðjur...Þorgeir

Björk, sunnudagur 25 jl kl: 17:42

Til hamingju þið öll, flottur hópur af frábæru og fallegu fólki;-)
En Þorgeir það er búið að ræða það að færa Reykhóladaginn og hafa hann fyrr, það bara gekk ekki að breyta því núna en því verður kannski breytt á næsta ári.
Ég er nú ekki sammála því að Rekhólar séu bananalýðveldiveldi og allir staðir hafa sína sögu og ég held að það sé endalaust hægta að deila um hvaða staðir hafi meiri og flottari sögu. Reykhólar hafa mikla sögu.
En auðvitað á kannski að breyta þessu og segja Reykhóladagar eða Reykhólahreppsdagar.
Kv. Björk

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31