Tenglar

29. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Nýjan samning um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu

Hafin verði vinna við nýjan samning um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu, með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu greinarinnar, segir í ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda (LS), sem haldinn var í gær og í dag. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd núgildandi samnings, þar á meðal kostnaðarþróun í greininni, áhrif kvótakerfisins og stöðu verðlagningar og tolla. Fundurinn leggur áherslu á að við gerð nýs samnings verði horft til eftirtalinna meginatriða:

  • Tryggt verði öruggt framboð nautgripaafurða fyrir íslenska neytendur á hagstæðu verði.
  • Skapaðar verði sem bestar aðstæður til að nýta sóknarfæri á erlendum mörkuðum.
  • Tryggð verði staða nautgriparæktarinnar sem eins af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, er keppt geti við aðrar atvinnugreinar og aðra valkosti um fólk, fjármagn og land.
  • Áhersla verði áfram lögð á heilnæmi afurða og kröfur til dýravelferðar í nautgriparækt.
  • Viðhalda jákvæðri ímynd greinarinnar og afurða hennar. 

Á grundvelli þessara markmiða verði gengið til samninga við ríkisvaldið um starfsskilyrði greinarinnar.

 

Sigurður Loftsson var endurkjörinn formaður LS og öll stjórnin einnig: Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Jóhann Gísli Jóhannsson.

 

Á fundinum voru samþykktar alls 22 ályktanir sem sækja má hér.

 

Vefur Landssambands kúabænda

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31