Tenglar

23. nóvember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Nýjar aðferðir við orkuöflun

af vef sís
af vef sís

Á síðu Sambands ísl. sveitarfélaga er birt skýrsla sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lét gera um nýjar aðferðir við orkuöflun.

Aukin eftirspurn eftir grænni raforku er aðallega rakin til fólksfjölgunar, tækniþróunar, nýrra umhverfisvænna atvinnuhátta og orkuskipta, en talið er að framtíðarorkuþörf landsmanna hafi verið vanmetin um allt að 3.800 GWst á ári. Samsvarar það rúmlega einni og hálfri Búrfellsstöð, en stöðin er 270 MW og telst, vel að merkja, til stórra orkuvera með allt að 2.300 GWst vinnslugetu á ári.

  

Eftirspurn eftir raforku er nú þegar umfram framboð hér á landi, segir í nýrri skýrslu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur látið gera um nýjar aðferðir við orkuöflun. Vindorka, lítil vatnsorkuver og varmaorka eru þeir orkukostir sem taldir eru líklegastir til að leysa úr stóraukinni orkuþörf á næstu áratugum. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki fyrir orkubúskap þjóðarinnar.

Sveitarfélög eru hvött til að gefa vindorkunýtingu nánari gaum, ekki hvað síst í skipulagsmálum. Um smávirkjanir segir m.a. að stofnkostnaður á MW megi ekki vera hærri en 320 m.kr. kr. á verðlagi 2018, svo að arðsemi lítilla vatnsaflsvirkjana geti talist ásættanleg.  Enn fremur er bent á varðandi staðarval fyrir vindorkuver, að landsskipulagsstefna geti tekið til þess, að höfðu samráði við viðkomandi sveitarfélög. Tilgangurinn er þá sá, að samþætta áætlanir opinberra aðila, s.s. vegna náttúruverndar og orkunýtingar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31