Tenglar

27. janúar 2017 | Umsjón

Nýjar reglur um velferð dýra í flutningi

Mynd: Farmers Weekly.
Mynd: Farmers Weekly.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um velferð dýra í flutningi. Samkvæmt lögum um velferð dýra skal ráðherra setja í reglugerð ákvæði um flutning og rekstur dýra og um leyfi fyrir flutningstækjum, öryggisbúnaði og merkingu þeirra. Þá skal ráðherra setja fyrirmæli er tryggja velferð búfjár í tengslum við flutninga.

 

Einnig skal ráðherra setja nánari ákvæði um flutning búfjár frá brottfararstað til áfangastaðar, þar með talið um hleðslu í rými, umfermingu, affermingu, hámarksflutningstíma og um þær kröfur sem eru gerðar um flutningstæki sem flytja búfé, þar með talið um hleðslubúnað þeirra.

 

Ráðherra er einnig heimilt að setja reglur um flutningsskilríki flutningsaðila, skyldur gæsluaðila með búfé, sérstök leyfi flutningsaðila sem veitt verða af Matvælastofnun og reglur til að skylda aðila sem vinna við flutning á búfé til að sækja námskeið þar sem m.a. er fjallað um velferð dýra og dýrasjúkdóma.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag.

 

Drög að reglugerð um velferð dýra í flutningi hafa verið til vinnslu hjá ráðuneytinu í nokkurn tíma. Margir aðilar hafa komið að vinnslu reglugerðarinnar og veitt umsögn um drög að henni á fyrri stigum.

 

Drögin taka mið af reglugerð ESB nr. 1/2005 um velferð dýra við flutning og sambærilegum reglum í Noregi. Þrátt fyrir að horft hafi verið til ofangreindra reglna taka drögin mið af íslenskum aðstæðum með tilliti til vegalengda, veðurfars, sérreglna um inn- og útflutning lifandi dýra og öðrum atriðum sem skipta máli hér á landi.

 

Reglugerðin er sett er á grundvelli laga um velferð dýra og gildir um flutninga allra dýra. Sérstök athygli er vakin á því að í reglugerðinni er gerður greinarmunur annars vegar á flutningi umráðamanns á dýrum sínum á eigin flutningatæki, sé um að ræða hefðbundna árlega flutninga til eða frá beitilandi og flutning á 15 dýrum eða færri, og hins vegar flutningum í atvinnuskyni.

 

Athugasemdir og ábendingar um reglugerðina óskast sendar á netfangið postur@anr.is merktar Reglugerð um velferð dýra í flutningi. Frestur til að skila umsögnum er til 16. febrúar.

 

Reglugerð um velferð dýra í flutningi - DRÖG TIL UMSAGNAR

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30