Tenglar

7. júlí 2015 |

Nýjasta fyrirtækið í Reykhólahreppi?

Erla Björk Jónsdóttir.
Erla Björk Jónsdóttir.
1 af 2

Líklegt má telja að EB bókhald sf. sé yngsta fyrirtækið í Reykhólahreppi, stofnað núna seint í júní. Hér er um að ræða bókhaldsþjónustu sem Erla Björk Jónsdóttir viðskiptafræðingur í Ásaheimum í Króksfjarðarnesi rekur, en hún hefur um árabil annast bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki jafnhliða öðrum störfum þó að ekki hafi verið um það sérstakt fyrirtæki fyrr en nú.

 

Erla Björk lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og fjallaði lokaritgerðin um fjárhagsstöðu smærri sveitarfélaga og lánamöguleika þeirra til aukinnar atvinnuuppbyggingar. Síðar hefur hún lagt stund á frekara nám í fræðum sínum, bæði við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, og lokið ýmsum námskeiðum. Þar má nefna námskeiðið Hvernig má bæta arðsemi búa? við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Að mestu hefur Erla Björk sérhæft sig í bókhaldsvinnu en hefur líka mikinn áhuga á markaðs- og mannauðsmálum ásamt ýmsum stjórnunarþáttum.

 

Viðskiptavinir Erlu Bjarkar í bókhaldinu eru mest bændur og aðrir einstaklingar með rekstur, en líka hafa læðst með nokkur fyrirtæki og félagasamtök ásamt björgunarsveitum, kirkjum og kirkjugörðum. Líka hefur hún unnið með fólki við gerð viðskiptaáætlana og stofnun fyrirtækja.

 

Á starfsferli sínum allt frá því að Erla Björk lauk tvítug stúdentsprófi af hagfræðibraut hefur hún unnið hjá ólíkum fyrirtækjum við verkefni sem tengjast sérgrein hennar. Þar má nefna, að á árunum 2002-2004 starfaði hún hjá Þörungaverksmiðjunni hf. sem sölufulltrúi og launafulltrúi og annaðist innheimtu reikninga og almenna bókhaldsvinnu. Á árunum 2010-2014 var hún skrifstofustjóri Reykhólahrepps og jafnframt aðalbókari ásamt því sem hún hafði ýmis önnur verkefni með höndum.

 

EB bókhald sf. á Facebook

 

P.s.: Ef einhver veit um nýrra fyrirtæki í Reykhólahreppi en EB bókhald sf. þætti umsjónarmanni þessa vefjar gaman að frétta af því.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30