Tenglar

13. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Nýjungar og nýr staðarhaldari í Ólafsdal

Myndirnar tók Sólveig Ólafsdóttir.
Myndirnar tók Sólveig Ólafsdóttir.
1 af 5

Opið er í Ólafsdal við Gilsfjörð kl. 12-17 alla daga í sumar fram til 10. ágúst, en þá verður hin árlega Ólafsdalshátíð haldin í sjöunda sinn. Í sumar hefur Sólveig Ólafsdóttir umsjón með starfseminni og tekur á móti gestum.

 

Í gamla glæsilega skólahúsinu í Ólafsdal eru sýningar um sögu fyrsta landbúnaðarskólans á Íslandi 1880-1907 (fastasýning frá 2010), en auk þess sýning um störf og nám kvenna í Ólafsdal, sem sett var upp í fyrra. Þá er hluti af myndlistarsýningunni DALIR og HÓLAR - LITUR til sýnis í Ólafsdal fram til 10. ágúst.

 

Aðgangur að sýningunum er frír fyrir félagsfólk í Ólafsdalsfélaginu. Fyrir aðra er aðgangseyrir 600 krónur en frítt er fyrir börn og ungmenni yngri en 12 ára.

 

Félagar í Ólafsdalsfélaginu eru nú yfir 300 og fer fjölgandi. „Stuðningur félagsmanna er okkur ómetanlegur og félagsgjöldin hafa umtalsvert að segja við endurreisn Ólafsdals. Við hvetjum ykkur öll til að safna fleiri félögum og tilkynna um þá til formanns á rognvaldur@rrf.is eða í síma 693 2915. Auk þess bendum við á að makar fá 50% afslátt af félagsgjöldum og greiða því kr. 2.500 á ári. Upphæð félagsgjalda hefur ekkert breyst frá stofnun félagsins árið 2007,“ segir í fréttabréfi Ólafsdalsfélagins. „Þá auglýsum við sérstaklega eftir stuðningi einkaaðila og fyrirtækja við endurreisn Ólafsdals. Sjáumst í Ólafsdal, þar sem ævintýrið er að gerast!“ segir þar einnig.

 

Sólveig Ólafsdóttir, hinn nýi staðarhaldari í Ólafsdal, er rétt að verða hálfþrítug. Hún er með BS-próf frá Hvanneyri og Háskóla Íslands þar sem hún lagði jöfnum höndum stund á náttúru- og umhverfisfræði og sagnfræði. Áður lauk hún námi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Sólveig hefur m.a. starfað hjá Landnámssetrinu í Borgarnesi, Flugleiðahótelunum og Landsvirkjun (Búrfellsstöð).

 

Formaður Ólafsdalsfélagsins er og hefur verið frá upphafi Rögnvaldur Guðmundsson.

 

► 20.08.2008 Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

Samantekt um Ólafsdalsfélagið eftir Rögnvald Guðmundsson

 

Vefur Ólafsdalsfélagsins

Facebooksíða Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30