Tenglar

27. júní 2016 |

Nýjungar og ýmsir skemmtilegir viðburðir

Nokkrar bátavélar úr safninu mikla.
Nokkrar bátavélar úr safninu mikla.
1 af 10

„Sumarið hefur verið nokkuð gott hjá okkur það sem af er, en það finnst alveg að Íslendingurinn er að halda sig heima eins og er,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum. Reyndar er það vel þekkt að Íslendingar eru fremur lítið á ferðinni um landið þegar einhver stórmót standa yfir, eins og EM í Frakklandi núna.

 

„Við erum með nýja starfsmenn. Það eru þær Sanja og Olga sem vinna líka í sundlauginni. Við bjóðum þær velkomnar til starfa, með þeim hefur tungumálakunnáttan hjá okkur orðið fjölbreyttari. Við erum líka að vinna í því að þýða leiðsögubæklinginn fyrir sýninguna á fleiri tungumál,“ segir Harpa.

 

Verið er að vinna að því smátt og smátt að gera bátavélasafnið mikla aðgengilegt fyrir sýningargesti. Núna er orðið mjög aðgengilegt að skoða nokkrar vélar sem eru komnar upp á sjálft safnið, glansandi hreinar og fínar, en miklu fleiri eru í kjallaranum, sumar hreinsaðar og fínar en miklu fleiri bíða natinna handa.

 

Harpa nefnir líka minjagripabúðina sem er á sama stað. Þar hefur úrvalið stóraukist frá því í fyrra, og nefnir hún af handahófi te og sultur, handspunnið band og hrukkubana.

 

Báta- og hlunnindasýningin ásamt upplýsingamiðstöðinni og minjagripabúðinni er opin alla daga kl. 11-17 fram til ágústloka.

 

 

Ýmsir viðburðir verða í húsnæði sýningarinnar í sumar. Hér verður drepið á eitthvað af því sem núna liggur fyrir. 

  • 1. júlí (föstudagskvöld) verður opið hús fyrir 17 ára og yngri kl. 20-23. Spilakvöld og sjoppan opin. „Tökum við öllum tillögum um það hvað yngri kynslóðin vill hafa á opnum húsum,“ segir Harpa.
  • 2. júlí: Bátadagar. Lifandi tónlist og barinn opinn um kvöldið (meðal annars Bátabjórinn rammreykhólski). Frekari upplýsingar um Bátadagana er að finna á batasmidi.is
  • 3. júlí: Flóamarkaðsstemmning. Hægt er að panta borð fyrir allt dótið í geymslunni sem bíður nýrra eigenda. Áhugasamir hafi samband í síma 894 1011 (Harpa) fyrir 1. júlí.
  • Reykhóladagar 21.-24. júlí. Bíó fyrir krakkana, opið hús fyrir 17 ára og yngri á fimmtudagskvöldinu, hestarnir koma í heimsókn, kaffihlaðborð á laugardeginum. Aðalkvöldið á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhóladögum verður á föstudagskvöldinu: Létt og skemmtilegt ball, barinn opinn og Þórunn og Halli á Ísafirði sjá um tónlistina, 18 ára aldurstakmark.

 

„Við erum að skoða hvort við höfum fleiri opin hús ef áhugi er fyrir hendi“, segir Harpa Eiríksdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31