Tenglar

5. maí 2021 | Sveinn Ragnarsson

Nýmæli í sorphirðu

Reykhólahreppur samdi nýverið við Íslenska Gámafélagið um sorpþjónustu í sveitarfélaginu. Með samningnum verður tekið upp svokallað þriggja tunnu kerfi sem felur í sér að íbúar flokka heimilissorp í þrjár tunnur við heimili.

 

Við upphaf samnings fær hvert heimili í sveitarfélaginu þrjú ílát undir sorp, græna tunnu fyrir endurvinnanleg hráefni sem verða flokkuð frekar og send til endurvinnslu, brúna tunnu fyrir lífrænan eldhúsúrgang til jarðgerðar og gráa tunnu fyrir almennt sorp til urðunar.

 

 Samkvæmt samningi mun Íslenska Gámafélagið sjá um undirbúning og framkvæmd verkefnisins ásamt því að miðla fræðslu til íbúa. Útbúin verður flokkunarhandbók með ítarlegum upplýsingum um flokkun og endurvinnslu sem dreift verður á hvert heimili í sveitarfélaginu. Einnig verða haldnir opnir kynningarfundir um framkvæmd verkefnisins þar sem íbúum gefst kostur á að koma með fyrirspurnir um verkefnið. Lagt verður allt kapp á að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma í samvinnu við íbúa Reykhólahrepps.

 

Nánari dagsetningar verða kynntar síðar er reiknað er með að breytingarnar taki gildi um og við mánaðarmótin maí -júní.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31