Tenglar

25. mars 2012 |

Nýr bátur í anda gömlu hlunnindabátanna

1 af 3

Lokið er syðra fjórum námskeiðum í bátasmíði á vegum Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum og Iðunnar, félags iðnaðarmanna. Lagt var upp með að halda tvö námskeið en þau urðu fjögur og voru tuttugu kennslustundir hvert. Þátttakendur voru alls tuttugu og þrír karlar víða af landinu. Námskeiðin voru haldin í skemmu í Gufunesi og voru kennarar tveir af forsvarsmönnum Bátasafns Breiðafjarðar, þeir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson.

 

Hafin var smíði á tæplega sex metra löngum súðbyrðing og kláruðust sex umför af tólf á námskeiðunum fjórum [umfar: borðaröð]. Bátinn teiknaði Hafliði Aðalsteinsson í anda hlunnindabátanna í upphafi vélbátaaldar við Breiðafjörð, sem þróuðust í framhaldi af árabátunum.

 

Mikill áhugi er hjá þeim sem stóðu að námskeiðinu og nemendum að halda áfram á sömu braut. Þá yrðu teknir fyrir fleiri þætti bátasmíðinnar, svo sem bönd, borðstokkar, þóftur, farviður og vélar. Fljótlega verður farið að huga að því.

 

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum (fjöldi mynda frá námskeiðunum)

„Þetta er svo andskoti gaman“ (Reykhólavefurinn 10. mars 2012)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31