Tenglar

28. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Nýr dýralæknir í Búðardal

Daníel Haraldsson
Daníel Haraldsson

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólahreppi og í Dalabyggð.

Daníel tók við 1. október sl. og tekur við af Gísla Sverri Halldórssyni sem sinnt hefur embættinu frá 2012.

Dýralæknirinn í Búðardal sinnir fimm sveitarfélögum á nokkuð stóru svæði en um er að ræða Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp en að auki gamla Bæjarhrepp, þ.e. alveg inn í botn Hrútafjarðar. Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr á svæðinu og tryggja þar með dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr.

 

Lærði í Danmörku og starfaði í Svíþjóð

Daníel lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn og starfaði fyrstu tvö árin í Svíþjóð en eftir að hann kom heim leysti hann af dýralækninn í Stykkishólmi 2016-2017 í afleysingum eftir að hann kom heim úr námi. Þá hefur hann rekið sína eigin dýralæknastofu á Egilsstöðum síðan. Daníel flutti í hús fyrirrennara síns og tók við allri aðstöðu svo dýralækninn má finna á sama stað og áður að Ægisbraut 19 í Búðardal.

 

Aðspurður segist Daníel lítast vel á starfið en hann er enn að koma sér fyrir í Búðardal og hlakkar til að kynnast fólkinu á svæðinu. Hann á líka ættir að rekja til svæðisins en forfeður hans voru frá Goddastöðum í Laxárdal og Dagverðarnesseli á Fellströnd.

Símatími dýralæknis er alla virka daga frá kl. 9 – 11 í síma 434-1122 en þess utan er hægt að ná í Daníel í s. 841-8422.

 

 Frétt af strandir.is, sjá einnig fb.síðu dýralæknisins.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31