Nýr félagsmálastjóri ráðinn
Guðrún Elín Benónýsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Hún tekur við af Maríu Játvarðardóttur sem hefur látið af störfum. Guðrún Elín kemur að öllum líkindum að fullu til starfa í nóvember.
Guðrún Elín er fædd 1961. Hún lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði í júní 1986 frá Háskóla Íslands, meistaranámi í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, mannauðsstjórnun frá háskólanum á Bifröst 2014 og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2017.
Hún hefur langa reynslu af störfum innan heilbrigðisgeirans og var m.a. hjúkrunarstjóri/deildarstjóri sjúkrasviðs á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga, síðar Heilbrigðisstofnun Vesturlands, frá 1998 til 2015, unnið sem hjúkrunarfræðingur á endurhæfingadeild fyrir aldraða, Landakoti, starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga, á Húsavík og nú síðast við Landspítalann í Reykjavík.
Í sínu starfi hefur Guðrún Elín komið að flestum þeim málum sem snerta starfsvið félagsmálastjóra auk þess að hafa góða þekkingu og reynslu hvað stoðkerfi heilbrigðismála varðar.
Hún er gift Birni Líndal Traustasyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna og eiga þau þrjú uppkomin börn.
Um leið og við bjóðum Guðrúnu Elínu hjartanlega velkomna til starfa, færum við Maríu Játvarðardóttur kærar þakkir fyrir hennar góða starf, viðmót og félagsskap undanfarin ár.
Af vef Strandabyggðar.