Nýr forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum
Aldís Elín Alfreðsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Grettislaugar á Reykhólum. Hún er sambýliskona Játvarðar Jökuls Atlasonar og býr á Reykhólum ásamt börnunum sínum Tinnu og Krumma, sem eru að verða níu ára og voru að ljúka þriðja bekk. Aldís er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó í Dölunum frá 2007, áður en hún flutti á Reykhóla til Játa sumarið 2012. Hún er í fjarnámi við Háskóla Íslands til að verða dönskukennari, en hún hefur tvisvar búið í Danmörku.
Aldís er ekki ókunnug störfum við sundlaugar. Hún sá um laugina á Laugum í Sælingsdal ásamt Önnu Möggu Tómasardóttur í tæplega ár og hefur unnið við Grettislaug síðan í júní í fyrra.
Til gamans má geta þess, að Sigurður Elíasson, tilraunastjóri á Reykhólum frá stofnun Tilraunastöðvarinnar árið 1947 og fram yfir 1960 (sjá hér), var bróðir ömmu Aldísar Elínar í föðurætt, Elínar nöfnu hennar. „Ég leit alltaf á hann sem afa minn, enda var hann mér mjög góður. Sem barn var ég oftast í sokkum og vettlingum prjónuðum eftir hann,“ segir Aldís.
Margrét Guðlaugsdóttir, fimmtudagur 15 ma kl: 17:13
Lýst vel á þetta, Velkomin.