Tenglar

28. desember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Nýr hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð

Núna um áramótin tekur Steinunn Agnarsdóttir við starfi hjúkrunarforstjóra  Barmahlíðar.

 

Steinunn er töluvert kunnug hér í sveit, hún er ættuð frá Miðjanesi og var þar í sveit í æsku og fram á unglingsár.

 

Hún er hjúkrunarfræðingur, með gráðu í heilsuhagfræði. Hún hefur unnið á geðdeild Borgarspítalans, við heilsugæsluna Borgir í Kópavogi, en lengst af hefur hún unnið við aðhlynningu aldraðra, gegnt stöðu deildarstjóra í 12 ár, þar af síðustu 10 ár á hjúkrunarheimilinu Mörk.

Steinunn leysti af í Barmahlíð 3 sumur, ´95 - ´97 og allt árið 1998.

 

Steinunn er boðin velkomin og óskað velfarnaðar í starfi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31