Tenglar

26. febrúar 2020 | Sveinn Ragnarsson

Nýr oddviti í Reykhólahreppi

Ingimar Ingimarsson
Ingimar Ingimarsson
1 af 2

Eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps frá í gær, óskaði Ingimar Ingimarsson eftir að hætta sem oddviti og var Árný Huld Haraldsdóttir kosin nýr oddviti. Ingimar er nú varaoddviti.

 

Í yfirlýsingu sem Ingimar lagði fram á fundinum gerir hann góða grein fyrir ástæðu þessarar ákvörðunar, en þar segir hann m.a.:

 

„Ég tel mig ekki geta komið fram fyrir hönd sveitarstjórnar þegar kemur að Þ-H leið þar sem ég get ekki stutt ákvörðun sveitarstjórnar um að velja þá leið. Það er því eðlilegt að kosinn verði nýr oddviti sem styður og getur framfylgt ákvörðunum sveitarstjórnar í þessu stærsta máli okkar.

 

Ég er þó hvergi nærri hættur afskiptum af sveitarstjórnarmálum hér í Reykhólahreppi. Ég mun halda áfram sem sveitarstjórnarfulltrúi eins og ég var kosinn til. Enda eru fjölmörg verkefni sem varða hagsmuni Reykhólahrepps sem ég áhuga á að berjast í. Enda var ég kosinn af íbúum Reykhólahrepps til að verja hagsmuni Reykhólahrepps og það mun ég gera hér eftir sem hingað til.“

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30