Tenglar

18. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Nýr skólastjóri Reykhólaskóla

Anna Margrét Tómasdóttir, mynd Skessuhorn
Anna Margrét Tómasdóttir, mynd Skessuhorn

Anna Margrét Tómasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Reykhólaskóla.

Anna Margrét var forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal frá stofnun þeirra árið 2005 og allt þar til þær voru lagðar niður vorið 2019. Ungmennabúðirnar voru þá um haustið opnaðar á Laugarvatni og Anna Margrét var forstöðumaður þar fram í júní á síðasta ári.

 

Þá hafði hún meðfram vinnu verið í meistaranámi í útilífsfræðum við USN í Noregi og útskrifaðist úr því námi nú í sumar.

Auk þess er hún með M.ed.-gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ og er með leyfisbréf til kennslu á öllum skólastigum.

Þá hefur hún kennt frítímafræði við Borgarholtsskóla og nú síðast starfaði hún sem leikskólakennari á leikskólanum Akraseli á Akranesi samhliða því að hún skrifaði M.ed.-ritgerð í útilífsfræðum.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30