Tenglar

28. janúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Nýr slökkvibíll - 27 árum yngri -

Slökkvilið Reykhólahrepps fær á morgun afhentan nýjan slökkvibíl. Íbúum er velkomið að koma og skoða bílinn, sem verður staddur á bílaplaninu við Reykhólaskóla, kl.11 í fyrramálið laugardaginn 29. janúar.

 

Athygli er vakin á því að slökkviliðsæfing verður á morgun og þá verður kveiktur eldur. Slökkviliðsstjóri vill koma á framfæri að það verður opinn eldur, þannig að fólk hringi ekki í 112. 

 

Nýi slökkvibíllinn er af gerðinni FORD F450 Super Cap árg. 2005, einungis ekinn 19 þús. km. Bíllinn er útbúinn með svonefndu One - Seven froðukerfi, en með því er froðuefninu blandað við vatn með þrýstilofti. Við það sjöfaldast rúmmál vatnsins, en jafnframt er notkun á froðuefninu u.þ.b. 9 sinnum minni en með eldri búnaði.

 

Nánast eins bíll er í Búðardal, með slökkvibúnaði frá sama aðila og hefur hann reynst vel.

Fordinn leysir af hólmi eldri bíl af gerðinni Magirus Deutz árg. 1978, hann er til muna hraðskreiðari og þar af leiðandi með betri viðbragðstíma og meiri slökkvimátt að auki.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31