Tenglar

17. desember 2009 |

Nýr umdæmisstjóri Flugstoða á Vestfjörðum

Flugvél í lendingu á Reykhólum.
Flugvél í lendingu á Reykhólum.
Arnór Magnússon hefur verið ráðinn umdæmisstjóri Flugstoða (áður Flugmálastjórnar) á Vestfjörðum frá komandi áramótum. Arnór starfaði hjá stofnuninni frá 1984 til 2007 og vann þá í flugturninum á Ísafirði. Í sumar kom hann svo inn í afleysingar og er nú orðinn umdæmisstjóri. Hann segir nýja stafið leggjast vel í sig, enda sé hann á heimavelli þótt hann hafi ekki verið þarna megin við borðið áður.

 

Þegar Guðbjörn Charlesson lét af störfum fyrir aldurs sakir á liðnu vori eftir margra áratuga þjónustu hjá Flugmálastjórn og síðan Flugstoðum var Hermann Halldórsson settur umdæmisstjóri en hefur nú horfið til annarra starfa.

 

Frá þessu er greint á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31