Nýr undirvefur: Gamlar myndir úr héraðinu
Undirvefurinn Gamlar myndir hefur verið stofnaður hér á vef Reykhólahrepps - undir Ljósmyndir í valmyndinni vinstra megin. Þar segir: Hér er ætlunin að tína inn gamlar myndir úr héraðinu eftir efnum og ástæðum. Reynt verður að gera grein fyrir myndunum og því sem á þeim er – en jafnframt er óskað eftir frekari skýringum, athugasemdum, ábendingum og leiðréttingum eftir atvikum. Líka kunna að slæðast með nýjar myndir af einhverju frá fyrri tíð. Eindregið er mælst til þess að fólk láti gamlar myndir í té til birtingar hér. Þær má senda í tölvupósti eða koma þeim til umsjónarmanns vefjarins (892 2240) til innskönnunar.
Lítið á þennan nýja undirvef - mjór er vonandi mikils vísir. Og látið vefinn endilega fá gamlar myndir til birtingar, eins og áður sagði.