Tenglar

2. apríl 2021 | Sveinn Ragnarsson

Nýr vefur - strandir.is

Teikning, Lára Garðarsdóttir
Teikning, Lára Garðarsdóttir
1 af 2

Nágrannar okkar á Ströndum eru hugmyndaríkir og sniðugir, og duglegir að hrinda í framkvæmd hlutum sem lífga upp á mannlífið og samfélagið. Ein nýjasta afurð þess er strandir.is  frétta- og upplýsingavefur Stranda. Sýslið verkstöð, miðstöð skapandi greina á Hólmavík, stendur að baki vefnum.

 

Þar segir meðal annars af nýstofnuðu sjósportfélagi.  Hugmyndin er upphaflega komin frá nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík sem vilja bæta samfélagið og auka framboð á afþreyingu og útivist í heimabyggð sinni. 

 

Tilgangur félagsins er að efla iðkun sjó- og vatnaíþrótta og útivistar við Steingrímsfjörð. Félagið ætlar að byggja upp aðstöðu og þekkingu fyrir íþróttir og útivist á og við sjó á Steingrímsfirði, í samstarfi við sveitarfélög og björgunarsveitir. Þá ætlar félagið að standa fyrir námskeiðshaldi, kynningum hverskonar og lánum á búnaði eins og segir í stofnskrá félagsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31