Nýr vefur: Menningarmiðja Dalanna
Vefurinn Búðardalur.is með undirtitlinum Menningarmiðja Dalanna var opnaður formlega í gærkvöldi. „Í einni setningu má segja að markmið þessarar vefsíðu sé að stuðla að varðveislu menningartengdra heimilda úr Dalabyggð í víðustu merkingu“, segir þar. Ritstjóri vefjarins er Sigurður Sigurbjörnsson en auk hans annast Þorgeir Ástvaldsson efnisöflun.
Um tilgang þessa nýja vefjar segir einnig:
Markmiðið með vefnum er að virkja Dalamenn sem og brottflutta til þess að safna saman á einn stað menningargildum tengdum Dölum í hvaða formi sem er, s.s. ljósmyndum, kvikmyndum, sögum, ljóðum, frásögnum og jafnvel ýkjusögum. Einnig að birta fréttir úr héraðinu af því sem er að gerast á líðandi stundu sem og að safna saman upplýsingum um aðra miðla sem fjalla um málefni tengd Dölum. Vefnum er ætlað að efla og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og skapa nýjan vettvang fyrir heimamenn til að koma hugmyndum sínum, verkefnum eða hugðarefnum á framfæri með einföldum hætti.
Tengill á Dalavefinn nýja er kominn í dálkinn vinstra megin á síðunni.
► Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna