Tenglar

16. júlí 2016 |

Nýr vefur Ólafsdalsfélagsins

Nýr og glæsilegur vefur Ólafsdalsfélagsins var opnaður í gær, undir sömu slóð og gamli vefurinn (www.olafsdalur.is) sem segja má að hafi verið barn síns tíma, eins og allt. Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

 

Ólafsdalsfélagið sem stofnað var sumarið 2007 vinnur að endurreisn staðarins. Frumkvöðull þess og forystumaður frá upphafi er Rögnvaldur Guðmundsson. Reykhólahreppur var meðal stofnenda Ólafsdalsfélagins.

 

Ólafsdalshátíðin er haldin aðra helgina í ágúst ár hvert og verður að þessu sinni laugardaginn 6. ágúst. Auk hennar eru ýmis námskeið og viðburðir í Ólafsdal árið um kring.

 

Opið í Ólafsdal árið um kring eftir fáein ár?

 

Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

 

Vefur Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30