Tenglar

30. apríl 2009 |

Nýr vefur Strandabyggðar tekinn í notkun

Strandabyggð tók nýjan vef í notkun fyrr í mánuðinum. Honum er ætlað að geyma upplýsingar og gögn varðandi sveitarfélagið, rekstur þess og þjónustu, flytja fréttir úr héraðinu og vera gagnabrunnur varðandi náttúru og sögu héraðsins. Umsjónarmenn vefjarins eru Sigurður Marinó Þorvaldsson og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Til að vefurinn verði lifandi og fjölbreyttur er vonast til að fólkið í sveitarfélaginu sem og aðrir veiti liðsinni og bendi á atburði sem telja má fréttnæma eða frásagnarverða á þessum vettvangi.

Nýi vefurinn er að grunni til ofinn hjá Snerpu á Ísafirði, rétt eins og vefur Reykhólahrepps.

Vefur Strandabyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31