Nýsköpun: Örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana
Örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana í tilefni af Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013 verður haldið á Hólmavík á miðvikudagskvöld, 27. nóvember. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja við frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Fjórar hugmyndir munu hljóta verðlaun, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna.
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Enga sérþekkingu þarf til að sitja námskeiðið, sem er hugsað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Námskeiðið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík og stendur kl. 18 til 22.
Þau atriði sem farið verður yfir:
- Almennt um keppnina
- Inngangur að viðskiptaáætlun
- Hvað er góð nýsköpunarhugmynd ?
- Markaðsmál
- Rekstrarlíkan
Skráning á námskeiðið er hjá Viktoríu Rán Ólafsdóttur í netfanginu viktoria@atvest.is og í síma 451 0077.
Sjá einnig:
► Myndarleg verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða
► Nánar um námskeiðið og keppnina (pdf)