10. mars 2016 |
Nytjar sjávargróðurs og rannsóknir á þangi og þara
Minnt skal á fyrirlestrana sem dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur í þangi og þara hjá Hafró, flytur á Reykhólum á laugardag. Annars vegar fjallar hann um líffræði sjávargróðurs og nytjar hans á Íslandi um aldir. Hins vegar mun hann fjalla um þær rannsóknir á þangi og þara sem eru í undirbúningi í Breiðafirði á næstu árum og tengjast auknum áhuga á nýtingu sjávargróðursins. Þær rannsóknir eiga að hefjast núna í vor.
Fyrirlestrarnir verða í borðsal Reykhólaskóla og öllum opnir.
Þörungaverksmiðjan býður gestum í kjötsúpu um kl. 12 og fyrri fyrirlesturinn hefst síðan um kl. 13. Boðið verður í kaffi og kleinur um kl. 15 og eftir það kynnir Karl fyrirhugaðar rannsóknir.