Tenglar

25. nóvember 2015 |

Nytsamleg gjöf til leikskóladeildar Reykhólaskóla

Bryndís, Sigrún, Áslaug og krakkarnir.
Bryndís, Sigrún, Áslaug og krakkarnir.
1 af 3

Kvenfélagið Katla og foreldrafélag Reykhólaskóla færðu í dag leikskóladeild skólans gagnlega gjöf, iPad Air spjaldtölvu að andvirði 110 þúsund krónur, sem félögin keyptu í sameiningu. Gjöfina afhentu Áslaug Guttormsdóttir, formaður kvenfélagsins, og Sigrún Kristjánsdóttir, fulltrúi foreldrafélagsins, en Bryndís Héðinsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar tók við henni ásamt krökkunum á leikskólanum.

 

Þess má geta, að Sigrún tekur um áramótin við sem deildarstjóri leikskóladeildarinnar.

 

Reykhólaskóli er mjög þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Myndirnar voru teknar við afhendinguna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30