Tenglar

29. nóvember 2008 |

Nýtt: Dálkur fyrir smáauglýsingar og fleira smálegt

Hér inn á vefinn hefur nú verið settur dálkur fyrir smáauglýsingar og annað smálegt sem fólk vill koma á framfæri við náungann. Inn í þennan dálk er farið með því að smella á Smáauglýsingar í valmyndinni hér til vinstri. Þetta er gert til reynslu fyrst um sinn til að sjá hvort einhverjir vilja notfæra sér þjónustu af þessu tagi. Reynslan sker síðan úr um framhaldið. Leiðbeiningar eru í inngangsorðum efst í dálkinum.

 

Þarna inn hefur þegar verið sett ein klausa eða ein skilaboð, m.a. til þess að sýna, að sitthvað fleira getur átt heima í þessum dálki en auglýsingar á borð við Notað sjónvarpstæki óskast eða Nýleg vetrardekk til sölu, svo að algeng dæmi séu tekin. Eins og venja er þar sem smáauglýsingar eru birtar endurgjaldslaust er dálkurinn almennt ekki ætlaður auglýsingum fyrir atvinnurekstur, þó að slíkt megi vissulega skoða nánar í hverju tilviki.

 

Þeir sem vilja auglýsa hér atvinnurekstur geta fengið vægu verði borða eða „banner" á vefinn um lengri eða skemmri tíma, annað hvort stóran í miðdálkinn (sbr. borðann frá Landmælingum Íslands neðan við efstu frétt) eða minni borða neðst í dálkinum vinstra megin (sjá þar). Umsjónarmaður vefjarins getur útbúið slíka borða með mynd og texta eftir óskum hvers og eins. Undir borða af þessu tagi (smellt á hann) getur verið tengill á heimasíðu eða textaskjal eða auglýsing með nánari upplýsingum. Umsjónarmaður getur einnig útbúið slíkt, ef óskað er. Eitt skal tekið fram varðandi borðana neðst í vinstri dálki, en þar eru tenglar á vefsíður tveggja vefmiðla og þriggja fyrirtækja í ferðaþjónustu: Borðar fyrirtækjanna voru útbúnir og settir þarna inn til prufu og sem sýnishorn, án nokkurs samráðs við forráðamenn þeirra og þar af leiðandi án endurgjalds. Röðin á þessum borðum stokkast sjálfkrafa upp í sífellu.

 

Jafnframt skulu notendur vefjarins enn á ný minntir á atburðadagatalið efst í dálkinum hægra megin á síðunni. Vinsamlegast látið vita í tæka tíð um mannfagnaði, fundi og aðra viðburði sem koma þarf á framfæri, helst með góðum fyrirvara. Dökkgrænn reitur í dagatalinu merkir, að þann dag er skráður atburður og jafnvel fleiri en einn sama daginn. Þegar smellt er á dagsetninguna birtast upplýsingar þar að lútandi. Hafið samband í netpósti eða í síma 434 7735 eða 892 2240.

 

Loks eru notendur eindregið beðnir að láta vita með sama hætti um hvað eina sem leiðrétta þarf eða lagfæra hér á vefnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30