Tenglar

1. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson

Nýtt hús risið á Reykhólum

Nýtt íbúðarhús var reist í síðustu viku á Reykhólum. Það eru hjónin Hrefna Jónsdóttir og Bergþór Olivert Thorstensen sem eru að byggja 145m2 einingahús.

 

Á þriðjudag fyrir réttri viku hófu smiðirnir að reisa húsið og á sunnudag var það frágengið að utan, en innréttingar eru allar eftir.

 

Athygli vekur hvað snyrtilegt er kringum þessa nýbyggingu, engir jarðvegshaugar og lítið af efnisafgöngum.

 

Það var í frásögu fært að þeir sem unnu við að steypa grunninn undir húsið eru hvorki viðvaningar eða unglingar, meðalaldur rétt undir 70 árum. Þessir steypujaxlar eru Grundarbræður, þeir Guðmundur og Unnsteinn, Jón Árni faðir Hrefnu, og Guðlaugur steypumeistari.

 

Ef horft er eftir Hellisbrautinni er ekki gott að átta sig á hvaða hús er nýja húsið, svo vel fellur það að götumyndinni.

Glöggir menn sjá að myndirnar eru ekki í tímaröð og myndasmiðirnir eru nokkrir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31