Tenglar

8. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Nýtt kerfi fyrir mótahald UMFÍ

Formaður UMFÍ segir vefgreiðslu- og skráningarkerfið Nóra einfalda mótahald. Í þjónustunni felst að sambandsaðilar UMFÍ geta fengið aðgang að kerfinu.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Greiðslumiðlun hafa gert samning til fimm ára um afnotarétt af skráningarkerfi fyrir landsmót UMFÍ og leyfi aðildarfélaga UMFÍ til að nota skráningarkerfið Nóra. Samningurinn gerir UMFÍ kleift að skrá allt móta- og viðburðahald í framtíðinni auk þess sem sambandsaðilar UMFÍ geta fengið aðgang að kerfinu fyrir rekstur sinn. Samkvæmt samningnum mun Greiðslumiðlun, móðurfélag Nóra, hanna og skrifa skráningarkerfi fyrir landsmót UMFÍ og önnur mót og viðburði UMFÍ sem byggja á tengdum kerfum. Stefnt er á að nota kerfið í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði í júní.

Margir foreldrar þekkja greiðslukerfi Nóra en mörg ungmenna- og íþróttafélög nota það ásamt skólum, sveitarfélögum og félagasamtökum. Kerfið auðveldar utanumhald á uppsetningu móta og viðburða, skráningu þátttakenda á mót og aðra viðburði, greiðslum, uppgjörum og býður upp á marga aðra möguleika. Stjórnendur félaga þekkja kerfið líka. Það hefur verið notað hjá Ungmennafélaginu Fjölni, sem er með beina aðild að UMFÍ, síðan árið 2011. Nú nota yfir 100 íþróttafélög kerfið. Það sem af er þessu ári eru notendur kerfisins 60.000 talsins.

„Greiðslu- og skráningarkerfið er til hagsbóta fyrir hreyfinguna og styrkir starfið enn frekar með bættri þjónustu við sambandsaðila UMFÍ,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann og Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ, undirrituðu samning um notkun á kerfi Nóra ásamt forsvarsmönnum Greiðsludreifingar, móðurfélagi Nóra.

Guðmundur Árnason, verkefnastjóri Nóra, segir samstarfið geta styrkt starf ungmennafélaga og ungmennastarfið í landinu.

 

Ítarlegri upplýsingar um UMFÍ: http://www.umfi.is/

Ítarlegri upplýsingar um Nóra: http://www.greidslumidlun.is/nori/

 

Nánari upplýsingar veitir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, í síma 540-2900 / 861-8990 og á tölvupóstfanginu audur@umfi.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31