Tenglar

21. febrúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Nýtt lesefni á vefnum

Sigurbrandur Jakobsson
Sigurbrandur Jakobsson
1 af 2

Nú er kominn tengill hér hægra megin -Sigurbrandur, útgerðarsaga-. Þar er hægt að finna pistla eftir Sigurbrand Jakobsson, þar sem hann rekur útgerðarsögu þeirra feðga, sína og Jakobs Pétussonar föður hans.

 

Jakob var fæddur á Galtará í Gufudalssveit og uppalinn þar og í Fremri-Gufudal. Hann var kennari og skólastjóri við Reykhólaskóla 1971 - 76, fluttist þá í Stykkishólm og stundaði kennslu þar og trilluútgerð. Þeir feðgar voru einnig í þangskurði, segir af því í skrifum Sigurbrands.

 

Sigurbrandur er skipstjóri og hefur auk þess sem hann rekur í þessum greinum stjórnað Papeyjarferjunni og dráttarbát hjá Akureyrarhöfn, svo dæmi séu tekin. Síðustu ár hefur hann starfað sem fulltrúi í stjórnstöð Strætó.

 

Þessa pistla birti Sigurbrandur á facebooksíðu sinni og gaf góðfúslega leyfi til að birta þá hér. Þetta eru 25 kaflar, og verða settir inn í áföngum.

Athugasemdir

Gústaf jökull Ólafsson, fstudagur 22 febrar kl: 09:13

Hef verið að lesa þessa pisla Sigurbrandar á fésinu þeir eru vel skrifaðir og skemmtilegir.

Hafðu kærar þakkir fyrir meistari

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31