26. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson
Nýtt mælitæki sett í veg yfir Þorskafjörð
Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Vegagerðina, hefur lokið við að setja upp aflögunarmæli (e. Shape Acceleration Array) í vegstæði þar sem vegurinn þverar Þorskafjörð.
Um er að ræða fyrsta mælinn af þessu tagi frá Measurand sem settur er upp á Íslandi til að mæla jarðvegsaflögun á láréttan flöt, en aðferðin hefur verið notuð í Noregi til dæmis þar sem verið er að koma fyrir fyllingum í sjó og þvera firði.
Nánar á vefsíðu Verkfræðistofunnar Vista