6. júní 2009 |
OV: Yfir 200 rekstrartruflanir á síðasta ári
Rekstrartruflanir í raforkukerfi Orkubús Vestfjarða urðu alls 205 á árinu 2008. 121 þeirra voru fyrirvaralausar eða fyrirvaralitlar og 84 vegna skipulags viðhalds. Ellefu truflanir urðu frá orkugjafa að rafalaúrtaki, 139 frá rafalaúrtaki á lágspennuvafi dreifispennis og 55 frá lágspennuvafi dreifispennis að raflögn notenda. Auk truflana á kerfum Orkubúsins urðu 34 truflanir í 66 kV og 132 kV kerfi Landsnets sem höfðu áhrif á raforkusvæðið á veitusvæði Orkubúsins.
Bilanir í hitaveitukerfum Orkubúsins á síðasta ári voru sex í Bolungarvík, fimm á Ísafirði, tvær á Suðureyri og tvær á Patreksfirði. Þær hafa ekki verið færri í áratug.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða.