29. janúar 2017 | Umsjón
OV styrkir Heimamenn og Aftureldingu
Að þessu sinni runnu tveir af árlegum samfélagsstyrkjum Orkubús Vestfjarða í Reykhólahrepp. Björgunarsveitin Heimamenn fékk 150 þúsund krónur til kaupa á búnaði og Ungmennafélagið Afturelding 50 þúsund til starfsemi sinnar.
Afhendingin fór fram á miðvikudaginn.
Alls fengu 42 aðilar styrki sem allir voru á bilinu 50-150 þúsund krónur. Reyndar fékk Héraðssamband Vestfirðinga samtals 200 þúsund en þar var um að ræða þrjá styrki til mismunandi verkefna.
Hér á vef OV má sjá skiptingu styrkjanna.