Tenglar

24. mars 2016 |

O Ó og úbbsadeisí – páskaeggjaleit

Merkilegt hvað þetta litla dýr getur stokkið. Ljósm. Wikipedia.
Merkilegt hvað þetta litla dýr getur stokkið. Ljósm. Wikipedia.

Eins og allir vita á páskahérinn heima á Norðurpólnum, þar sem hann býr í góðu yfirlæti hjá jólasveinunum og notar frítíma sinn í að leika við köttinn. Nýr dagur, nýtt ár, jól og páskar byrja alltaf á sama stað – á Jólaeyjunni í Austur-Asíu.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fulltrúi páskahérans í Reykhólahreppi, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sendi vefnum til birtingar vegna páskaeggjaleitar núna á laugardag. Þar segir ennfremur:

 

Þegar páskahérinn var að stökkva milli landa á leið sinni til Jólaeyjar frá Norðurpólnum kom hann við á Íslandi og lenti meira að segja hér um slóðir. Hann lenti í skógræktinni í Barmahlíð og flæktist í hæsta trénu þar, sem er rúmlega 19 metra hátt. Þannig er ekki að undra að hann hafi rekið tærnar í það.

 

En, æi. Þegar hann lenti í skóginum, þá helltust úr pokanum hans um 200 lítil páskaegg. Og án þess að taka eftir því að hann hefði misst þau stökk hann af stað aftur og nú til Bretlands, þaðan til Tyrklands, síðan til Bangladesh, og því næst kom hann við í Japan áður en hann lenti loks á Jólaeyju.

 

Þar sem hann var allt of seinn út af aukastoppinu á Íslandi hafði hann ekki tíma til að stökkva til baka að sækja þessi 200 egg. Í staðinn ákvað hann að leyfa fólkinu í Reykhólahreppi og gestum að koma í skógræktina í Barmahlíð núna á laugardaginn kl. 13 og leita að eggjunum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31