Tenglar

27. janúar 2016 |

Óboðlegt netsamband, óviðunandi sauðfjárveikivarnir

Á fyrsta fundi hinnar nýstofnuðu dreifbýlisnefndar Reykhólahrepps var Erla Björk Jónsdóttir kjörin formaður, Baldur Ragnarsson varaformaður og Erna Ósk Guðnadóttir ritari. Eftir að ræddar höfðu verið hugmyndir fólks um nefndina og verksvið hennar var samþykkt að hún skyldi hafa eftirfarandi að leiðarljósi í störfum sínum:

 

Nefndin hefur fyrst og fremst það hlutverk að vera tenging íbúanna við sveitarstjórn, sem talsmenn íbúa sveitarfélagsins. Nefndin er þrýstihópur á hið opinbera varðandi málefni dreifbýlisins og byggðarinnar. Nefndin er tengiliður við átthagafélög tengd sveitarfélaginu og stuðlar að varðveislu menningar- og fornminja. Nefndin er vakandi yfir og er ráðgefandi um styrki og fleira sem nýst getur til framfara í sveitarfélaginu. Nefndin kemur málefnum sínum á framfæri við aðrar nefndir sveitarfélagsins, sem þannig nýtist þeim til að taka upplýstar ákvarðanir.

 

Rædd voru ýmis mál sem snerta dreifbýli Reykhólahrepps, svo sem óboðlegt netsamband, óviðunandi ástand í sauðfjárveikivörnum, verklagsreglur þegar skólabörn komast ekki heim, verkefni sumarstarfsmanns Reykhólahrepps í Flatey og ýmis viðhalds- og framfaramál í eynni, salernis- og sorpmál ferðafólks, snjómokstur heim að bæjum og sitthvað fleira.

 

Ákveðið var að nefndin skuli koma saman ársfjórðungslega.

 

Fundargerð dreifbýlisnefndar má sækja hér og í reitnum Fundargerðir neðst á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29