22. ágúst 2015 |
Óbreytt samstarf um upplýsingamiðstöð í Flatey
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum áframhaldandi samstarf við Þrísker ehf. (Frystihúsið í Flatey) um upplýsingamiðstöð í Flatey á sama hátt og verið hefur, enda var gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar. Þetta var bókað vegna erindis Gyðu Steinsdóttur f.h. Þrískerja ehf.
Sjá einnig:
28.02.2015 Frystihúsið í Flatey og Ólafsdalsfélagið fá styrki