Tenglar

23. febrúar 2016 |

Óbyggðanefnd: Reykhólahreppur meðal hinna síðustu

Fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur í mestum hluta Dalabyggðar. Þar er um þrettán landsvæði að ræða. Nefndin hefur þegar lokið umfjöllun um eignarlönd og þjóðlendur á þremur fjórðu hlutum landsins alls og fleiri svæði eru í vinnslu. Málsmeðferð er ekki hafin á Austfjörðum og á Vestfjarðakjálkanum (þar með í Reykhólahrepppi) auk hins gamla Bæjarhrepps (sjá stöðuna á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef óbyggðanefndar).

 

Óbyggðanefnd hefur þríþætt hlutverk:

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

 

Þjóðlenda er skilgreind í lögum sem „landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi“. Eignarland er hins vegar „landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma“.

 

Í þjóðlendulögum er ekki að finna sérstakar reglur um það hvernig óbyggðanefnd skuli leysa úr málum, þ.e. hvaða land skuli teljast eignarland og hvað þjóðlenda. „Niðurstaðan ræðst af almennum sönnunarreglum og þeim réttarheimildum sem færðar eru fram í hverju einstöku tilviki. Það eru því grundvallarreglur íslensks eignarréttar sem gilda,“ segir á vef nefndarinnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30