Tenglar

1. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Oddvitinn, börnin og peysurnar

Andrea ásamt mæðrum og börnunum (í peysunum sem hún hefur prjónað).
Andrea ásamt mæðrum og börnunum (í peysunum sem hún hefur prjónað).
1 af 4

Síðasta hálft annað árið hefur Andrea Björnsdóttir á Skálanesi, oddviti Reykhólahrepps, prjónað peysur á alla nýbura í sveitarfélagi sínu. Núna eru peysurnar orðnar ellefu og jafnmörg sokkapör að auki. Það er ekki lítið í sveitarfélagi þar sem íbúarnir eru rétt um 270. Í vikunni komu nær allar mæðurnar og börnin saman til myndatöku ásamt Andreu, fyrir utan að ein fjölskyldan er flutt úr hreppnum. „Öll hin tíu mættu, flest hress en sum pínu veik og önnur nýfædd,“ segir Andrea.

 

Fylgst hefur verið með framvindu þessa skemmtilega máls hér á Reykhólavefnum og ásamt myndum greint frá a.m.k. flestum nýju börnunum í Reykhólahreppi ef ekki öllum, eftir því sem fæðingunum hefur undið fram. Í fyrstu fréttinni undir árslok 2012 segir m.a.:

 

Andrea Björnsdóttir á Skálanesi er oddviti Reykhólahrepps og stöðu sinnar vegna ber henni að stuðla að fólksfjölgun í sveitarfélaginu. Þess vegna færði hún það í tal við Vilberg Þráinsson á Hríshóli snemma á þessu ári, að allsendis ótækt væri ef ekkert barn myndi fæðast í Reykhólahreppi á árinu 2012.

 

„Ég hélt hvatningarræðu,“ segir hún, „og lofaði að prjóna peysu á barnið ef hann brygðist snöfurmannlega við.“

 

Og hvernig brást hann við?

 

Það kemur fram hér.

 

Athugasemdir

Björg Karlsdóttir, laugardagur 03 ma kl: 11:16

Þetta er ótrúlega skemmtileg frétt og góð í söguminningasjóðinn

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31