Tenglar

31. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Óðins mjöður í Konnakoti

Jóhannes Geir Gíslason: Hugurinn ber mig hálfa leið, hitt fer ég á bílnum.
Jóhannes Geir Gíslason: Hugurinn ber mig hálfa leið, hitt fer ég á bílnum.
1 af 3

Sex hagyrðingar láta ljósin skína á hagyrðingakvöldi Barðstrendingafélagsins að þessu sinni. Það verður í félagsheimilinu Konnakoti, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og hefst kl. 20 í kvöld, mánudag. Hagyrðingarnir eru Einar Óskarsson, Guðmundur Arnfinnsson, Hjörtur Þórarinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Jóhannes Geir Gíslason og Ólína Gunnlaugsdóttir.

 

Kvöldið verður með hefðbundnu sniði, hagyrðingarnir láta gamminn geisa, fyrripartar verða í boði, eitthvað með kaffinu og ekkert nema gaman í gangi.

 

Aðgangseyrir er kr. 500 og allir velkomnir.

 

Hægt verður að kaupa diskinn nýútgefna með kvikmyndum sem teknar voru í Vestureyjum Breiðafjarðar árin 1959 og 1967. Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum talaði inn á myndirnar.

 

Einn hagyrðinganna, Jóhannes Geir Gíslason (Jói í Skáleyjum), sem búsettur er á Reykhólum upp á síðkastið, var glaðbeittur í þann mund sem hann lagði af stað suður. Daginn áður höfðu þeir Brynjólfur V. Smárason frá Borg og Styrmir Sæmundsson í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal skutlað honum út í Skáleyjar á slöngubát til hyggja að málum þar. Bátur Jóa var forfallaður því að hann er á verkstæðinu hjá Guðlaugi Theódórssyni á Reykhólum til viðhalds og viðgerða. Jói tók myndirnar sem hér fylgja (nr. 2 og 3) af Brynjólfi og Styrmi í blíðskaparveðrinu úti í Skáleyjum.

 

Á fyrstu myndinni er Jói að vísu enn fyrir vestan en hugurinn allur við hagyrðingamótið syðra.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31