Tenglar

19. maí 2015 |

Ófögur aðkoma

Ærin og lömbin. Ljósm. Erna Ósk.
Ærin og lömbin. Ljósm. Erna Ósk.

Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona!!! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast þín!!! Ég sem bóndi vil vera látin vita, ekki svo ég geti rukkað þig heldur til að fara á staðinn og fjarlægja lömbin. Svona aðkoma getur líka valdið slysi, þegar næsti bíll keyrir að og þarf að nauðhemla. Þú getur hringt og þarft ekki að segja til nafns. Eina sem þú þarft að gera er að láta vita!!!

 

Þetta segir Erna Ósk Guðnadóttir bóndi í Gufudal á Facebooksíðu sinni. Aðkoman á þjóðveginum í gær var ekki fögur, eins og sjá má.

 

„Þetta er því miður mjög algengt að fólk keyri yfir lömb og láti ekki vita. Sumir stoppa og henda lömbunum út fyrir veg,“ sagði hún í samtali við RÚV.

 

Hún bendir á, að sá sem ók á lömbin hafi skapað hættu með aðgerðaleysi. „Þetta er mjög hættulegt því þarna eru blindhæðir þannig að næsti bíll hefði annað hvort keyrt á kindina eða nauðhemlað og getað keyrt út af,“ sagði hún einnig.

 

Erna Ósk beinir því til bílstjóra að fara með gát ef lömb og móðir þeirra eru ekki sömu megin við veginn. Þegar bíll nálgast hlaupa lömbin nær undantekningalaust yfir veginn til móður sinnar.

 

Athugasemdir

Bergsveinn Reynisson, rijudagur 19 ma kl: 23:14

Vel gert Erna. Virkilega tímabær pistill

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31