Tenglar

9. október 2017 | Sveinn Ragnarsson

Og enn er afhentur startpakki... !

myndir frá Emblu Dögg
myndir frá Emblu Dögg
1 af 2

Sunnudaginn 1. okt. fór Áslaug Guttormsdóttir fyrir hönd sveitarstjórnar Reykhólahrepps í heimsókn til Emblu Daggar Bachmann og Styrmis Gíslasonar, til að færa þeim startpakkann góða fyrir litla soninn þeirra sem fæddist þann 16. september.


Því miður var Styrmir ekki heima, var að smala með Tuma tengda-afa sínum, en móðir Styrmis, amma þess stutta og Embla veittu startpakkanum viðtöku. Sá litli kúrði værðarlega í fangi ömmu sinnar á meðan á heimsókninni stóð.


Hann vex og dafnar vel að sögn Embu, sem þakkar öllum sveitungum sínum kærlega fyrir gjöfina góðu.


Eins og margir vita er Embla dótturdóttir Svanhildar Sigurðardóttur og Tómasar Sigurgeirssonar (Tuma og Svönu á Reykhólum) 

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31