Tenglar

11. apríl 2011 |

Og þá fór rafmagnið af Vestfjarðakjálkanum ...

Svo merkilega hittist á, að naumast var fyrr búið að setja hér inn á vefinn í gærkvöldi frétt um þingsályktunartillögu um rannsóknir á nýtingu sjávarorku hérlendis en rafmagnið fór af Vestfjarðakjálkanum. Í greinargerð með tillögunni kemur fram, að rannsóknir bendi til þess að sjávarfallavirkjun í vegþverun Þorskafjarðar í Reykhólahreppi myndi gera Vestfirði sjálfum sér næga um raforku. Sjá næstu frétt hér á undan. Rafmagnstruflanirnar á Vestfjörðum í gærkvöldi urðu vegna útleysingar á Vesturlínu í Glerárskógum í Dalabyggð, samkvæmt upplýsingum á vef Landsnets.

 

Eitthvað munu truflanirnar hafa verið mismunandi eftir svæðum á Vestfjörðum. Á fésbókarsíðum fólks á ýmsum stöðum á Vestfjörðum og allt til Bolungarvíkur er getið um rafmagnsleysi í gærkvöldi en þó misoft og mislengi. Á Reykhólum fór rafmagnið fjórum sinnum á nokkrum klukkutímum en ekki lengi í senn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31