Ögmundur kemur og stendur fyrir máli sínu
Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála kemur í Reykhólasveit og heldur opinn fund í Bjarkalundi á mánudag kl. 17-19.30. Umræðuefnið er Vegabætur á Vestfjarðavegi nr. 60, en það er, eins og rækilega hefur komið fram, mikið hitamál norður um alla Vestfirði. Um og eftir hádegi á þriðjudag verður ráðherrann síðan með fund um sama efni á Patreksfirði þar sem hann kynnir áform sín og stendur fyrir máli sínu.
Ráðamenn í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi hafa mælst til þess að fyrirtæki og stofnanir gefi starfsfólki sínu frí til að geta sótt fundinn. „Fjölmennum og sýnum hversu mikilvæg samgöngumálin eru okkur!“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum.
Sig.Torfi, fstudagur 16 september kl: 19:56
Von að sem flestir mæti þar sem þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur...