Tenglar

16. september 2011 |

Ögmundur kemur og stendur fyrir máli sínu

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála kemur í Reykhólasveit og heldur opinn fund í Bjarkalundi á mánudag kl. 17-19.30. Umræðuefnið er Vegabætur á Vestfjarðavegi nr. 60, en það er, eins og rækilega hefur komið fram, mikið hitamál norður um alla Vestfirði. Um og eftir hádegi á þriðjudag verður ráðherrann síðan með fund um sama efni á Patreksfirði þar sem hann kynnir áform sín og stendur fyrir máli sínu.

 

Ráðamenn í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi hafa mælst til þess að fyrirtæki og stofnanir gefi starfsfólki sínu frí til að geta sótt fundinn. „Fjölmennum og sýnum hversu mikilvæg samgöngumálin eru okkur!“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum.

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, fstudagur 16 september kl: 19:56

Von að sem flestir mæti þar sem þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur...

Gústaf jökull, fstudagur 16 september kl: 21:14

Góða kvöldið gott fólk skora á íbúa sveitarfélagsins að mæta og segja skoðun sína á þessu mjög svo mikilvæga máli.

Með vinsemd og virðingu

Gústaf Jökull

Hlynur Þór Magnússon, laugardagur 17 september kl: 13:00

Leyfi mér að geta þess vegna innleggs Gústafs Jökuls hér að ofan, ef vera kynni að einhverjir hér um slóðir vissu það ekki, að hann á sæti í fastanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31