19. mars 2012 |
Ógnvekjandi verur á árshátíð Reykhólaskóla
Bræðurnir Fenrisúlfur og Miðgarðsormur létu sig ekki vanta á árshátíð Reykhólaskóla um helgina. Enda ekki von - þar túlkuðu nemendur atburði úr goðafræði norrænna manna. Myndirnar sem hér fylgja tók Herdís Erna Matthíasdóttir - af leikendum og áhorfendum ásamt orminum og auk þess eina af skólastjóranum - sem er ekkert ógnvekjandi þó að fyrirsögnin gæti bent til þess.
Smellið á myndirnar til að stækka.
► Goð norrænna manna á árshátíð Reykhólaskóla