„Óhjákvæmilegt framfaraskref“
Bæjarstjórn telur að með samþykkt þessa frumvarps verði stigið bráðnauðsynlegt og óhjákvæmilegt framfaraskref í samgöngumálum á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem jafnframt er tekið tillit til náttúrverndarsjónarmiða. Bæjarstjórn skorar á þingheim að fylkja sér að baki þessa mikilvæga samgöngumáls.
Í-listinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lagði til að síðasta málsgrein bókunar bæjarstjórnar yrði þannig: ,,Bæjarstjórn telur að ef ekki tekst, með þeim breytingum sem tóku gildi á lögum um umhverfismat 1. janúar 2009, að koma á nútímalegum samgöngum um Austur-Barðastrandarsýslu, verði Alþingi að skoða hvort setja þurfi sérstök lög um þá framkvæmd.“
Breytingartillögunni var hins vegar hafnað með fjórum atkvæðum gegn fjórum. Oddviti Í-listans gerði þá grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun Í-lista: ,,Verulegar samgöngubætur í Austur-Barðastrandarsýslu eru bráðnauðsynlegar. Það eru lög um umhverfismat einnig. Í-listinn getur ekki samþykkt að lög um umhverfismat séu látin víkja nema fullljóst sé að aðrar leiðir séu ekki til. Því skilyrði er ekki fullnægt í þessu máli og því getum við ekki stutt þessa tillögu.“