Tenglar

29. maí 2015 |

Okkur líður vel hér á Reykhólum

Ása og Reynir Þór í Hólabúð.
Ása og Reynir Þór í Hólabúð.

Tveir mánuðir (og þrír dagar) eru liðnir frá því að þau Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson opnuðu Hólabúð á Reykhólum eftir nærri þriggja mánaða búðarleysi á staðnum. „Fólk hefur tekið okkur rosalega vel, enda yndislegt fólk hér og hjálpsamt með eindæmum. Gangurinn hefur verið í samræmi við væntingar og nánast eins og við lögðum upp með,“ segja þau.

 

„Salan er að aukast jafnt og þétt og fyrir vikið fáum við betri verð hjá heildsölum, sem þýðir ódýrari vara til fólksins. Verslunin er alltaf að bæta við sig vöruflokkum og við erum að verða komin nánast með allt sem við teljum okkur þurfa. Við reynum eftir fremsta megni að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og allar ábendingar eru vel þegnar. Okkur líst afskaplega vel á þetta og líður vel hér á Reykhólum.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31